Stofnfundur þess var að Fossbúð, Austur-Eyjafjöllum þann dag kl.14:00 og voru gestir frá ASÍ og Starfsgreinasambandinu.
Félagssvæðið er frá Þjórsá í vestri að Lómagnúpi í austri.
Stofnendur voru félagsmenn þriggja verkalýðsfélaga á Suðurlandi; Verkalýðsfélagsins Rangæings, Verkalýðsfélagsins Samherja og Verkalýðsfélagsins Víkings.
Fyrsti formaður Verkalýðsfélags Suðurlands var kjörinn Már Guðnason.
Tilgangurinn með stofnun félagsins var að gera félagssvæði þessara sameinuðu þriggja félaga virkara með öflugri og markvissri þjónustu.
Við sameininguna voru komnir saman í eitt félag 528 manns.
Í dag eru félagsmenn hins vegar í kringum 1700, en fyrsta verkefnið var að huga að gerð kjarasamninga.