• Mán - Fim 9-16 Fös 9-15
  • 487-5000
  • vs@vlfs.is
  • Suðurlandsvegi 1-3, 3 hæð, 850 Hella

Saga Verkalýðsfélags Suðurlands

Verkalýðsfélag Suðurlands var stofnað 1. desember 2001 eftir nokkurn undirbúning.

 Stofnfundur þess var að Fossbúð, Austur-Eyjafjöllum þann dag kl.14:00 og voru gestir frá ASÍ og Starfsgreinasambandinu.

Félagssvæðið er frá Þjórsá í vestri að Lómagnúpi í austri.

Stofnendur voru félagsmenn þriggja verkalýðsfélaga á Suðurlandi; Verkalýðsfélagsins Rangæings, Verkalýðsfélagsins Samherja og Verkalýðsfélagsins Víkings.

 Fyrsti formaður Verkalýðsfélags Suðurlands var kjörinn Már Guðnason.

 Tilgangurinn með stofnun félagsins var að gera félagssvæði þessara sameinuðu þriggja félaga virkara með öflugri og markvissri þjónustu.

Við sameininguna voru komnir saman í eitt félag 528 manns.

 Í dag eru félagsmenn hins vegar í kringum 1700, en fyrsta verkefnið var að huga að gerð kjarasamninga.

Verkalýðsfélagið Víkingur

15. desember 1932
Verkalýðsfélagið Víkingur var stofnað 15. Desember 1932 og er því elsta félagið sem sameinaðist í Verkalýðsfélag Suðurlands.

Verkamannafélagið Rangæingur

8. Júní 1950
Saga Rangæings hófst þann 8. júní 1950 þegar stofnað var félag í Rangárvallasýslu sem fékk nafnið Verkamannafélagið Rangæingur.

Samherjar

15. desember 1951
Laugardaginn 15 des. 1951 var svo haldinn stofnfundur að verkalýðs- og bílstjórafélagi þriggja hreppa austan Mýrdalssands, þ.e. Álftavers, Skaftártungu og Meðallands.Var fundurinn haldinn í Hrífunesi og mættu 24 á fundinn.

Nafn félagsins var valið með því að útbýta miðum og skrifaði hver fundarmanna það nafn sem honum datt í hug og var niðurstaðan sú að fundarmenn komu sér saman um nafnið Samherjar.

Verkalýðsfélag Suðurlands

1. Desember 2001
Verkalýðsfélag Suðurlands var stofnað 1. desember 2001.

Fyrsti formaður Verkalýðsfélags Suðurlands var kjörinn Már Guðnason.

Tilgangurinn með stofnun félagsins var að gera félagssvæði þessara sameinuðu þriggja félaga virkara með öflugri og markvissri þjónustu.
Skrifstofa
  • Suðurlandsvegi 1-3, 3 hæð, Hella
  • Mán - Fim 9-16 Fös 9-16
Hafðu samband
  • 487-5000
  • vs@vlfs.is
Fylgdu okkur
© 2024 Verkalýðsfélag Suðurlands. Allur réttur áskilinn.