• Mán - Fim 9-16 Fös 9-15
  • 487-5000
  • vs@vlfs.is
  • Suðurlandsvegi 1-3, 3 hæð, 850 Hella

Orlofssjóður

Orlofssjóður Verkalýðsfélags Suðurlands

Orlofshús félagsins eru tvö og eru staðsett í Reykjaskógi í Biskupstungum og við Syðri-Brú í Grímsnesi. Íbúðir félagsins eru fjórar. þrjár þeirra eru staðsettar í Reykjavík og ein við Furulund á Akureyri. Bæði orlofshúsið og íbúðirnar eru til leigu allt árið. Opið er fyrir bókanir þrjá mánuði fram í tímann, undanskilið er sumartímabilið júní til ágúst en þá er úthlutað sérstaklega. Framleiga til þriðja aðila er með öllu óheimil.
Vinsamlega kynnið ykkur reglur orlofssjóðs.

Á sumartímabili, júní til águst er orlofshúsunum og íbúðinni á Akureyri úthlutað sérstaklega. Umsóknartími er auglýstur sérstaklega ár hvert. Aðeins er úthlutað einu sinni á hverju úthlutunartímabili(sumar) fyrir hvern félagsmann.

Lyngbrekka

Húsið er byggt 2021, það er tvískipt og skiptist í aðalhús og gestahús.

Í aðalhúsi eru þrjú svefnherbergi með svefnplássi fyrir sex manns, eldhús, baðherbergi og stofa.

Í gestahúsi er svefnpláss fyrir fjóra sem og baðherbergi. Um 20. mínútna akstur er á Selfoss.

100 fm2 sólpallur er í kringum húsið og
heitur pottur.

Húsið stendur á fallegum stað með glæsilegu útsýni til allra átta. Stutt er í þjónustu í Grímsnesi sem á Selfossi og um 25 km akstur er á Þingvelli.

Reykjaskógur

Orlofshúsið í Reykjaskógi er 75m2 og búið öllum helstu þægindum. Heitur pottur er á lokaðri verönd við húsið. Í húsinu eru þrjú herbergi og svefnstæði fyrir 8 manns. Einnig er ferðarúm í húsinu.

Skammt við bústaðinn er leiksvæði fyrir börn, þar er m.a. púttvölllur, körfuboltaspjald og fótboltamörk, tilvalið að taka með sér bolta og kylfur.

Reykjaskógur er í landi Efri-Reykja, skammt austan við Laugarvatn.

Ekki má svo gleyma náttúrperlunum Gullfossi, Geysi og Skálholti sem eru í næsta nágrenni.

Furulundur

Orlofsíbúð félagsins á Akureyri er við Furulund.

Íbúðin er um 50m2. Tvö svefnherbergi eru í Íbúðinni og er rúmstæði fyrir þrjá í öðru þeirra og tvo í hinu. Taka þarf með lín, handklæði, tuskur, wc- og eldhúsrúllupappír. Þvottavél fyrir tau er til staðar. Gasgrill er á svölum íbúðarinnar.

Frá Akureyri er stutt í margar helstu náttúruperlur landsins og bærinn sjálfur er vinsæll áningarstaður um lengri eða skemmri tíma. Fjöldi manns heimsækir bæinn árlega, jafnt vetur, sumar, vor og haust. Fegurð bæjarins og fjarðarins, ásamt veðurblíðu, dregur til sín jafnt innlenda sem erlenda ferðamenn. Í Kjarnaskógi sem er helsta útivistasvæði bæjarins er boðið upp á spennandi möguleika, leiktæki og stíga.

Smyrilshlíð

Félagið á tvær 2ja herbergja íbúðir í smyrilshlíð.

Forstofa með harðparketi á gólfi og yfirhafnaskáp.

Stofa og opið eldhús, eitt rúmgott svefnherbergi og svefnsófi í stofu.

Hlíðarfótur

Félagið á eina 3ja herbergja íbúð í Hlíðarfæti.

Forstofa með harðparketi á gólfi og yfirhafnaskáp.

Stofa og opið eldhús, Rúmgóð tvö svefnherbergi.

Veiðikortið

Félagið niðurgreiðir Veiðikortið fyrir félagsmenn sína. Nánari upplýsingar eru á mínum síðum.

Útilegukortið

Félagið niðurgreiðir Útilegukortið fyrir félagsmenn sína. Nánari upplýsingar á mínum síðum.
Skrifstofa
  • Suðurlandsvegi 1-3, 3 hæð, Hella
  • Mán - Fim 9-16 Fös 9-16
Hafðu samband
  • 487-5000
  • vs@vlfs.is
Fylgdu okkur
© 2024 Verkalýðsfélag Suðurlands. Allur réttur áskilinn.