Samningssvið Verkalýðsfélags Suðurlands nær til alls almenns verkafólks sem starfa á almennum markaði, hjá sveitafélögum og hjá ríkinu.
Félagssvæðið nær frá Þjórsá í vestri að Lómagnúpi í austri.
Innheimta Iðgjalda
Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga um starfskjör launafólks o.fl. nr. 55/1980 er atvinnurekendum skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags skv. þeim reglum sem kjarasamningar greina.
Innheimta
Vakin er athygli á því að innheimta félagsgjalda stofnast sem krafa í heimabanka. Ekki er boðið upp á millifærslur.