Kjarasamningar

Á vinnumarkaði eru í gildi ýmis lög og kjarasamningar um kaup og kjör. Þar er að finna ákvæði um réttindi og skyldur launafólks og atvinnurekenda. Í þeim er til dæmis fjallað um vinnutíma, laun, kaffi-og matartíma og réttinn til launa verði maður óvinnufær vegna veikinda eða slysa. Ennfremur er þar að finna ákvæði um réttindi til launa í fríum, uppsagnarfrest og fjölmörg önnur atriði. Meðal annars eru í gildi lög um vinnu barna og unglinga, sem er ætlað að vernda ungt fólk fyrir erfiðum og hættulegum störfum.

 

Nokkrir gagnlegir punktar sem vert er að hafa í huga.

  • Geymdu launaseðla.
  • Með þeim getur þú sannað réttindi þín.
  • Á launaseðlum kemur fram, hvaða kaup þú hefur, hvaða orlofsfé þú átt og hvað hefur verið dregið af þér í skatta, lífeyrissjóð og félagsgjöld.
  • Kjarasamningur stéttarfélagsins tryggir þér lágmarksrétt.
  • Allir nýjir starfsmenn eiga að gera skriflegan ráðningarsamning. Fyrir félagsgjaldið færðu þjónustu frá stéttarfélaginu.
  • Þú öðlast rétt til sjúkralauna frá stéttarfélaginu samkvæmt reglum þess.
  • Þú öðlast rétt til að nota orlofshús stéttarfélagsins samkvæmt reglum þess.
  • Þú öðlast rétt til að sækja námskeið á vegum stéttarfélagsins samkvæmt reglum þess.
  • Þú getur tekið þátt í félagslífi hjá stéttarfélaginu.
  • Í flestum tilfellum þarf að sækja skriflega um aðild að stéttarfélagi.
  • Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum. Verktakar njóta ekki sama réttar og launafólk.
  • Vönduð vinnubrögð leggja grunnin að farsælum starfsferli.
  • Aukin menntun leiðir til meiri hæfni, atvinnuöryggis, hærri launa og lífsánægju.