Laun og önnur starfskjör launafólks eru samkvæmt framansögðu viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins. Að því er varðar önnur starfskjör en laun þá hefur löggjafinn á ýmsum sviðum sett lög þar sem ákveðin lágmarksréttindi eru tryggð. Slík lágmarksréttindi eru síðan útfærð nánar í kjarasamningnum.
Desemberuppbót er eingreiðsla sem ber að greiða samkvæmt kjarasamningum. Upphæð ákvarðast af starfstíma og starfshlutfalli. Desemberuppbót er með inniföldu orlofi og greiðist sjálfstætt og án tengsla við laun.
2024
Orlofsuppbót/persónuuppbót er föst tala sem kveðið er á um í kjarasamningum. Greiða þarf skatt og skyldur af orlofsuppbótinni. Orlofslaun eru þó innifalin í orlofsuppbót og greiðast því ekki til viðbótar.
2024
Staðgreiðslaskattur sem dregin er af launum er í þrem skattþrepum. Einstaklingar með greiðslur frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að gera ráðstafanir til þess að rétt hlutfall skatts sé dregið af launum þeirra og forðast þannig skattskuld við álagningu.
Af öllum launum ber að greiða skatt. Skatthlutfall einstaklinga í staðgreiðslu á árinu 2024 er sem hér segir:
Skattþrep 1 Af tekjum 0 – 446.136 kr. |
31,48% (þar af 14,93% útsvar) |
Skattþrep 2 Af tekjum 446.137 - 1.252.501 kr. |
37,98% (þar af 14,93% útsvar) |
Skattþrep 3 Af tekjum yfir 1.252.501 kr. |
46,28% (þar af 14,93% útsvar) |
Persónuafsláttur á mánuði |
kr. 64.926 |
Persónuafsláttur á árí |
kr. 779.112 |
Ábyrgð launamanna