Í tilefni kvennaárs hefur Alþýðusambandið ákveðið að varpa sérstöku ljósi á hinar fjölmörgu áskoranir sem mæta konum af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði og í samfélaginu.
Þær festast gjarnan í láglaunastörfum, eiga erfitt með að fá hæfni og menntun sína viðurkennda og eiga síður bakland hér í landi. Í ræðu Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, verkakonu og verkalýðsforingja, 24. október 1975, sagði hún kvennabaráttuna snúa að þeim sem hafi lægstu kjörin, minnsta baklandið og versta aðbúnaðinn. Með það í huga ætlum við nú að beina sjónum okkar að verkakonum nútímans, sem svo margar koma úr röðum innflytjenda og sinna mikilvægustu störfunum í samfélaginu.
Málþingið fer fram 24. október kl. 10.00 – 14.00 í Kaldalóni í Hörpu.
Sjá nánar: https://fb.me/e/8Wm3v8GFq