Mismunun getur komið fram á ýmsa vegu og mikilvægt er að þekkja þessar birtingarmyndir til að geta brugðist rétt við. Mikilvægt er að hafa í huga að mismunun á aldri, kyni, kynþætti, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, þjóðernisuppruna, kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni eða kyntjáningu er aldrei ásættanleg og er ólögleg samkvæmt lögum, bæði á vinnumarkaði og í daglegu lífi.
Á heimasíðu Jafnréttisstofu má nú finna ítarlegar upplýsingar á íslensku og ensku um hvað felst í banni við mismunun samkvæmt jafnréttislögum. Þar geta einstaklingar einnig leitað til ráðgjafa Jafnréttisstofu á einfaldan hátt. Þá eru á síðunni upplýsingar um kærunefnd jafnréttismála, sem hægt er að leita til bæði í eigin nafni eða fyrir hönd félagsmanna.