Verkalýðsfélagi Suðurlands höfum nú fjárfest í glænýrri orlofseign að Fálkahlíð 5, 102 Reykjavík. Íbúðin er staðsett í sama hverfi og hinar þrjár eignir félagsins á höfuðborgarsvæðinu og er á besta stað miðsvæðis.
Félagið er fyrsti eigandi eignarinnar og tryggir þannig gæði og frábæra aðstöðu fyrir félagsmenn.
Íbúðin er þegar komin inn á orlofsvef félagsins og hægt er að bóka hana rafrænt í gegnum Mínar síður.
Það er hægt að leigja rúmföt og kaupa þrif hjá umsjónamanni eignanna ef þess sé óskað.