Verkalýðsfélag Suðurlands óskar eftir að ráða einstakling í 100% starf á skrifstofu félagsins á Hellu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Leitað er að jákvæðum og þjónustulunduðum aðila.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Bókhaldsvinna, innheimta og skráning rafrænna skjala.
Símsvörun, upplýsingagjöf til félagsmanna og túlkun kjarasamninga.
Útreikningar og ýmis verkefni tengd vinnuréttarmálum.
Afgreiðsla/umsjón umsókna í mennta- og sjúkrasjóð.
Önnur tilfallandi verkefni.

Hægt er að sækja um á www.alfred.is eða senda ferilsskrá og kynningarbréf á gudrun@vlfs.is. Hvetjum alla áhugasama til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 22.ágúst 2024. Kostur er ef umsækjandi getur hafið störf sem fyrst annars/eða eftir samkomulagi.

Frekari upplýsingar veitir Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður. Sími 487-5000 og gudrun@vlfs.is 

Skrifstofa Verkalýðsfélags Suðurlands er reyklaus vinnustaður.