SUMARIÐ 2021                   

UMSÓKNAREYÐUBLAР                             APPLICATION                                FORMULARZ ZGłOSZENIOWY        

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um dvöl í orlofseignum fyrir sumarið 2021. Síðasti skiladagur umsókna er 8.apríl.  Þann 13.apríl liggur fyrir hverjir hafa fengið úthlutað og ætti krafa vegna leigunnar að birtast í heimabanka með eindaga 19.apríl. Ef krafan er ekki greidd er litið svo á að viðkomandi sé hættur við, ekki er tilkynnt sérstaklega eftir þann tíma ef öðrum verður úthlutað á þessum forsendum. Eftir 19.apríl er úthlutað til þeirra sem eru á biðlista þeim vikum sem ekki hafa verið greiddar. 

Þann 4.maí verður opnað fyrir þær vikur sem gætu enn verið lausar og gildir þá reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“, greiða þarf þá leiguna strax þegar umsækjandi hefur fengið staðfestingu frá félaginu. 

Á sumartímabilinu sem er frá 3. júní til 26. ágúst eru orlofseignirnar sem eru úthlutaðar leigðar í viku í senn.  

 

Þrætuás í Borgarbyggð. 

Orlofshúsið við Þrætuás í Borgarbyggð er í um 15 mínútna akstur norður af Borgarnesi. Húsið er 92m2 og hefur þrjú svefnherbergi með svefnplássi fyrir
6 manns.

Ekki er hitaveita á staðnum, rafmagnskynding er fyrir húsið og heita pottinn sem er á lokaðri rúmgóðri verönd.

Húsið stendur á fallegum stað með glæsilegu útsýni til allra átta. Stutt er í alla þjónustu í Borgarnesi sem og í veiði. Sundlaug er í Varmalandi og Borganesi, golfvöllur er steinsnar frá og margar fallegar gönguleiðir.

Til að fá fleiri hugmyndir hvað er í boði má benda á  heimasíðu vesturlands www.west.is

Taka þarf með sér lín, handklæði, tuskur, wc– og eldhúspappír og alls ekki má gleyma góða skapinu ! Þvottavél fyrir tau er til staðar og gasgrill í geymslu.

Leigutími er frá kl 14:00 á fimmtudegi til kl 12:00 næsta fimmtudags.

Vikuleiga kostar 19.000-

Undirrita þarf leigusamning fyrir brottför.

 

Garðabraut, Reykjaskógur Árnessýsla 

Orlofshúsið í Reykjaskógi er 75m2 og búið helstu nútíma þægindum. Heitur pottur er á lokaðri verönd við húsið.

Það eru þrjú herbergi og svefnstæði eru fyrir 8 manns, það fylgir einnig ferðabarnarúm með. Taka þarf með sér lín, handklæði, tuskur, wc og eldhúsrúllupappír. Þvottavél fyrir tau er til staðar og gasgrill er í geymslu.

Reykjaskógur er í landi Efri-Reykja, skammt austan við Laugarvatn. Stutt er í golfvöll og sundlaug er í Úthlíð sem og veitingastaður. Ekki má svo gleyma náttúruperlunum Gullfoss og Geysi sem eru í næsta nágrenni.

Til að fá fleiri hugmyndir hvað er í boði má benda á  heimasíðu suðurlands www.south.is

Taka þarf með sér lín, handklæði, tuskur, wc– og eldhúspappír og auðvita góða skapið og gleðina! Þvottavél fyrir tau er til staðar og gasgrill í geymslu

Leigutími er frá kl 14:00 á fimmtudegi til kl 12:00 næsta fimmtudag.

Vikuleiga kostar 18.000–

Lyklar eru afhentir á skrifstofu félagsins og skal skila þeim þangað aftur. Undirrita þarf leigusamning fyrir brottför.

 

Furulundur, Akureyri.

Orlofsíbúð félagsins á Akureyri er við Furulund. Íbúðin er um 50m2.
Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni og er rúmstæði fyrir tvo í hvoru þeirra en einnig er svefnsófi í stofunni.
Taka þarf með sér lín, handklæði, tuskur, wc– og eldhúspappír.
Gasgrill er á svölum íbúðarinnar. (psst. muna líka hér eftir góða skapinu !)

Frá Akureyri er stutt í margar helstu náttúruperlur landsins og bærinn sjálfur vinsæll áningarstaður í lengri eða skemmri tíma. Fjöldi manns heimsækir bæinn árlega, jafnt vetur, sumar, vor og haust. Fegurð bæjarins og fjarðarins, ásamt veðurblíðu dregur til sín jafnt innlenda sem og erlenda ferðamenn. Í kjarnaskógi sem er helsta útivistarsvæði bæjarins er boðið uppá spennandi möguleika, leiktæki og stíga.

Til að fá hugmyndir af upplifun og/eða afþreyingu bendum við á heimasíðu norðurlands www.northiceland.is

Leigutími er frá kl 16:00 á fimmtudegi til kl 12:00 næsta fimmtudags.

Vikuleiga kostar 18.000-

Undirrita þarf leigusamning fyrir brottför á skrifstofu félagsins. Securitas er umsjónaraðili fyrir íbúðina og eru lyklar afhentir á skrifstofu Securitas við Tryggvabraut 10 á Akureyri.

 

Umsóknartíma lýkur

Day(s)

:

Hour(s)

:

Minute(s)

:

Second(s)