Bjarg íbúðafélag byggir fimm 4ra herbergja íbúðir við Lyngöldu 4 á Hellu. Um er að ræða raðhúsi á einni hæð, hver íbúð sérbýli með litlum garði og allar íbúðir með tveimur bílastæðum.

Allar íbúðirnar eru 4ra herbergja (3 svefnherbergi).  Reiknað er með að íbúðirnar verði tilbúnar í byrjun janúar 2025. Bjarg er óhagnaðardrifðið íbúafélag, sjálfseignarstofnun rekin án hagnaðarmarkmiða og félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB, aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

Íbúðirnar eru 96,8 m² + 6,4 m² útiskúr samtals 103,2 m². Í þeim er anddyri, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús/geymsla og alrými með eldhúsi.

Fataskápur (3 skápar) í hjónaherbergi en ekki eru fataskápar í öðrum herbergjum.  Í íbúðunum er þvottahúsGeymsluskápar eru í þvottahúsi og þá eru einnig skápar í anddyri. Gólfhiti er í allri íbúðinni og handklæðaofn á baði.

Opið er fyrir umsóknir og nánari upplýsingar um íbúðirnar má finna á heimasíðu Bjargs

360° myndir

Hér má sjá 360° myndir úr svipaðri 4ra herbergja endaíbúð (93,6 m²).

Hér má sjá 360° myndir úr svipaðri 4ra herbergja íbúð (miðjuíbúð) (92,2 m²).

Myndbönd

Hér má sjá myndband úr svipaðri endaíbúð (93,6 m²).

Hér má sjá myndband úr svipaðri miðjuíbúð (92,2 m²).