Sjúkrasjóður Vlf.Suðurlands er starfandi við félagið og eru félagsmenn styrktir í veikindum og slysum eftir þeim reglum sem þar gilda.

Tilgangur sjúkrasjóðs er fyrst og fremst að greiða félagsmanni bætur í sjúkra- og slysatilfellum eftir að launagreiðslum frá atvinnurekanda lýkur.
Slysadagpeningar greiðast ekki vegna bótaskyldra slysa og
atvinnusjúkdóma, þ.m.t. bifreiðaslysa, þar sem bætur greiðast skv. skaðabótalögum. 

Greiðsluskylda atvinnurekanda í sjúkrasjóði byggist á
7.gr. laga nr. 19/1979

Umsóknir um sjúkra- og slysadagpeninga, dánarbætur og aðra styrki ásamt fylgigögnum þurfa að berast fyrir 24. þess mánaðar sem styrkurinn er greiddur út.  

Umsækjendur eru beðnir að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins.

ATH. Réttur til greiðslu sjúkra-slysadagpeninga og dánarbóta fyrnist sé hans ekki vitjað innan 12 mánaða frá því er bótaréttur skapast. Fyrning vegna styrkja er 6 mánuðir.